Landslið

Aron Einar, Eiður Smári og Gylfi ekki til Eistlands | UPPFÆRT

Ólafur Ingi Skúlason kemur til móts við íslenska liðið í Tallinn

28.3.2015

Þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gyldi Þór Sigurðsson fara ekki með landsliðinu til Eistlands í vináttuleikinn sem fram fer á þriðjudag.  Aron Einar varð faðir á dögunum og heldur heim, eins og Eiður Smári, sem bíður fæðingar síns fjórða barns. Gylfi Þór Sigurðsson fékk högg í leiknum gegn Kasakstan og leikur ekki gegn Eistlandi.

Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa kallað á Ólaf Inga Skúlason og Rúnar Má Sigurjónsson en þeir koma til móts við liðið í Eistlandi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög