Landslið

Kasakstan keppir á 25 milljarða velli

Spáin gerir ráð fyrir 11 gráðu frosti í Astana - sem skiptir samt litlu máli

27.3.2015

Veðurspáin fyrir leik Kasakstan og Íslands er ekkert sérstaklega góð. Búist er við um 11 gráðu frosti í Astana, höfuðborg Kasakstan, þegar leikur liðanna fer fram sem undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þótt sérstaklega gæfulegt.

Það sem bjargar málunum hinsvegar er sú staðreynd að leikið er inni en leikvangurinn er yfirbyggður með gervigrasi. Leikvangurinn sem kallast Astana Arena er nýlegur en hann var fullbyggður árið 2009. Þakið á vellinum er opnanlegt og því er bæði hægt að hafa hann lokaðan ef illa viðrar eða opinn ef sólin skín í heiði. Grasið er fyrsta flokks gervigras en í grasinu má finna kork-agnir sem eiga að gera völlinn mýkri.

Leikvangurinn tekur 30.000 manns í sæti og er hann fjölnota en þegar ekki er verið að spila fótbolta á honum þá má nota hann til að hýsa fjölbragðaglímu, box eða aðra viðburði. Heimaliðið í FC Astana notar völlinn sem sinn heimavöll í deildinni. 

Það kostaði sitt að byggja völlinn en kostnaðurinn var um 185 milljónir dollara sem gera um 25 milljarða að núvirði í íslenskum krónum.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög