Landslið

U21 landsliðið tapaði gegn Rúmenum

3-0 tap gegn Rúmenum í vinaáttuleik staðreynd

27.3.2015

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 3-0 gegn Rúmenum í vináttuleik sem fram fór ytra í gær. 

Eins og tölurnar gefa til kynna þá var rúmenska liðið öflugra í leiknum en íslensku strákarnir hefðu getað skorað með smá heppni. Rúmenar komust yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk voru svo skoruð í mark Íslands í seinni hálfleiknum. 

Það var varnarleikurinn sem var alls ekki nægilega góður í leiknum og það er ljóst að Eyjólfur landsliðsþjálfari þarf að skerpa á varnarleiknum fyrir komandi leiki. 

Lokatölur í leiknum urðu 3-0 en íslenska liðið á mikið inni og mun vafalaust sýna það í næstu leikjum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög