Landslið

Tvö landslið í eldlínunni í dag

U17 karla leikur gegn Wales í Rússlandi og U21 leikur vináttulandsleik gegn Rúmeníu

26.3.2015

Tvö íslensk landslið verða í eldlínunni í dag en þau leika bæði landsleiki ytra.  Strákarnir í U17 leika gegn Wales í milliriðli EM en leikið er í Krasnodar.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma en íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina eftir töp gegn Austuríki og Rússlandi.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Þá munu strákarnir í U21 leika vináttulandsleik gegn Rúmenum í dag og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Leikið verður í Targu Mures í Rúmeníu en þetta er þriðja skiptið sem þjóðirnar mætast í þessum aldursflokki. 

Þessi leikur er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2017 en Ísland hefur leik þar gegn Makedóníu á heimavelli, 11. júní.  Aðrar þjóðir í riðli Íslands eru: Frakkland, Norður Írland, Skotland og Úkraína.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög