Landslið
Raio Piiroja

Kveðjuleikur Raio Piiroja

Hefur leikið 114 A-landsleiki fyrir Eistland

29.3.2015

Raio Piiroja er einn þekktasti knattspyrnumaður Eistlands frá upphafi. Hann hefur leikið alls 114 A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar. Hundrað leikja markinu náði hann í mars 2011, þegar eistneska liðið vann frækinn 2-0 sigur á Úrúgvæ á sama leikvangi og vináttuleikur Eistlendinga og Íslendinga fer fram þann 31. mars. Piiroja mun þá leikja kveðjuleik sinn og verður honum veitt sérstök viðurkenning af því tilefni. Knattspyrnusamband Íslands mun færa Piiroja íslenska landsliðstreyju að gjöf, til minningar um kveðjuleikinn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög