Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U17 karla og kvenna leika í dag

Stelpurnar leika vináttulandsleik gegn Írum og strákarnir við Rússa í milliriðli EM

23.3.2015

Landslið karla og kvenna, skipuð leikmönnum 17 ára og yngri, verða í eldlínunni í dag.  Stelpurnar leika seinni vináttulandsleik sinn gegn Írum ytra og hefst leikurinn kl. 11:00.  Fyrri leiknum lauk með 2 - 1 sigri Íra.

Strákarnir leika í dag annan leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Það eru heimamenn sem eru andstæðingar dagsins og hefst leikurinn kl. 14:00.  Fyrsta leikurinn var gegn Austurríki og biðu okkar menn þar lægri hlut, 0 - 1.  Rússland og Wales gerðu markalaust jafntefli í sínum fyrsta leik.  Efsta þjóð riðilsins kemst í úrslitakeppnina ásamt þeim sjö þjóðum sem verða með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum átta.

Upplýsingar um byrjunarliðin má finna á Facebook síðu KSÍ.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög