Landslið

U17 karla - Naumt tap gegn Austurríki

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik

22.3.2015

U17 ára landslið karla tapaði 1-0 gegn Austurríki í milliriðli vegna EM en leikirnir fara fram í Rússlandi. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 

Íslenska liðið var sterkara í seinni hálfleik án þess að ná að skora og 1-0 tap var því niðurstaðan. Næsti leikur liðsins er á morgun (mánudag) en það er við heimamenn. 

Efsta liðið í riðlinum fer í úrslitakeppninni sem fer fram í Búlgaríu, ásamt sjö þjóðum í öðru sæti í riðlunum átta.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög