Landslið

U17 kvenna - Tap í báðum leikjunum gegn Írum

Ísland tapaði vináttuleikjum við Íra

22.3.2015

Íslenska U17 ára landslið kvenna tapaði 1-0 gegn Írum i seinni leik liðanna sem fram fór í dag. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Írar náði að skora sigurmarkið í seinni hálfleiknum.

Íslenska liðið fékk gott færi á að skora í byrjun seinni hálfleiks en hafði ekki erindi sem erfiði og 1-0 því niðurstaðan.

Þá tapaði íslenska U17 lið kvenna 2-1 gegn Írlandi í fyrri leik liðanna en um er að ræða vináttuleiki. Þetta var mikill baráttuleikur og nánast ekkert um opin færi. Mörkin sem skoruð voru í leiknum komu öll úr góðum skotum utan af velli. 

Írarnir skoruðu fyrra markið eftir gott skot af 25 metra færi sem Ingibjörg markmaður var nálægt að verja. Íslenska liðið jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir gott einstaklingsframtak Önnu Rakelar Pétursdóttur sem endaði með óverjandi skoti fyrir utan teig. Þær írsku komust svo yfir með skoti beint úr aukaspyrnu í seinni hálfleik. 

Heilt yfir átti írska liðið fleiri færi m.a. skalla í slá eftir hornspyrnu og svo gott skot sem Ingibjörg varði í slá. Aðstæður voru mjög fínar, ágætur völlur, sól, logn og 12 stiga hiti. 
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög