Landslið

Hópurinn sem mætir Kasakstan

Eiður Smári og Haukur Heiðar meðal leikmanna að þessu sinni

20.3.2015

Landsliðshópurinn sem leikur við Kasakstan í undankeppni EM 2016 var tilkynntur í hádeginu. Eiður Smári Guðjohnsen kemur aftur í hópinn sem og Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður AIK, en hann tekur sæti Thedórs Elmars Bjarnasonar sem er meiddur. Sama er að segja um Sölva Geir Ottesen sem er ekki með vegna meiðsla.

Leikur Kasakstan og Ísland fer fram í Astana þann 28. mars. Staða Íslands er góð í riðlinum en liðið vermir sem stendur 2. sætið.Tékkar eru í toppsætinu en Ísland mætir Tékklandi á Laugardalsvelli í júní.

Smelltu hérna til að sjá myndbandsviðtal við Lars Lagerback.

Smelltu hérna til að sjá hópinn.

Smelltu hérna til að sjá stöðuna í riðlinum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög