Landslið
Byrjunarliðið gegn Sviss á Algarve 2015

Algarve 2015 - Leikið við Japan um níunda sætið

Leikurinn hefst kl. 12:15, miðvikudaginn 11. mars á Algarve

10.3.2015

Íslenska kvennalandsliðið mætir því heimsmeisturum Japans í leik um níunda sætið á Algarve mótinu en leikið verður um sæti, miðvikudaginn 11. mars.  Leikið verður á Algarve vellinum og hefst hann kl. 12:15.  Það verða Frakkland og Bandaríkin sem leika munu til úrslita á mótinu.

Ísland hafnaði í neðsta sæti síns riðils en var með bestan árangur þeirra þriggja liða sem höfnuðu í því sæti.  Japan lenti í þriðja sæti í sínum riðli, með lakasta árangur þeirra liða sem lentu í því sæti.  Ísland og Japan hafa aldrei áður mæst hjá A landsliðum kvenna en Japanir urðu heimsmeistarar árið 2011 þegar keppnin var haldin í Þýskalandi, lögðu þá Bandaríkin í vítaspyrnukeppni.

Japanir töpuðu gegn Dönum í fyrsta leik sínum hér á Algarve, 1 - 2 og lögðu svo Portúgal, 3 - 0.  Í lokaleiknum í riðlinum töpuðu Japanir gegn Frökkum , 1 - 3.

Við munum að vengju fylgjast með leiknum á morgun á Facebook síðu KSÍ en leikurinn hefst kl. 12:15.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög