Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarver

Algarve 2015 - Leikið gegn Bandaríkjunum í kvöld

Síðasti leikur liðsins í riðlakeppni Algarve mótsins og hefst hann kl. 17:30

9.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum í síðast leik liðsins í riðlakeppni Algarve mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma en Bandaríkin hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum.

Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum, 0 - 2 fyrir Sviss og 0 - 1 fyrir Noregi og eftir leikinn í kvöld kemur í ljós hvaða mótherja Íslendingar fá á miðvikudag þegar leikið verður um sæti.

Markvörður:  Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir

Vinstri bakvörður:  Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir:  Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Tengiliðir:  Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Hægri kantur: Guðný Björk Óðinsdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir

Fylgst verður með helstu atburðum leiksins á Facebook síðu KSÍ


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög