Landslið
Æfing á Algarve

Algarve 2015 - Guðrún Arnardóttir kölluð í hópinn

Kemur í stað Katrínar Ómarsdóttur sem glímir við meiðsli

5.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Guðrúnu Arnardóttur, úr Breiðabliki, inn í landsliðshópinn sem tekur þátt um þessar mundir á Algarve mótinu.  Guðrún kemur í stað Katrínar Ómarsdóttur sem ekki mun leika á mótinu.  Katrín glímir enn við einkenni eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik með liði sínu Liverpool og var ákveðið í samráði við lækna að hún mundi ekki leika með liðinu á þessu móti.

Guðrún kemur til móts við hópinn annað kvöld og verður því í leikmannahópnum þegar leikið verður gegn Bandaríkjunum á mánudag.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög