Landslið

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Sviss

Lára Kristín Pedersen byrjar í sínum fyrsta landsleik

4.3.2015

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss í dag kl. 15:00.  Leikið verður í Lagos í Portúgal en þetta er fyrsti leikur Íslands á hinu geysisterka Algarve móti.  Lára Kristín Pedersen byrjar í sínum fyrsta landsleik en stillt er upp ungu liði gegn hinu sterka liði Sviss

Byrjunarliðið:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir

Vinstri bakvörður: Lára Kristín Pedersen

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Varnartengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Elín Metta Jensen

Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ, og þar má einnig sjá viðtal við Ásmund Haraldsson, þar sem hann er einmitt spurður út í byrjunarliðið og taktík dagsins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög