Landslið
Æfing á Möltu

Algarve 2015 - Ísland mætir Sviss kl. 15:00

Fyrsti leikur Íslands á Algarve mótinu

4.3.2015

Ísland hefur leik í dag á Algarve mótinu en kl. 15:00 mæta stelpurnar Sviss í B riðli.  Leikið verður í Lagos en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Bandaríkjanna og Noregs.  Það má búast við erfiðum leik hjá stelpunum en íslenska liðið mætti Sviss tvisvar í undankeppni HM og tapað í bæði skiptin.

Næsti leikur Íslands er svo á föstudaginn þegar stelpurnar leika gegn Noregi og á mánudag verður leikið gegn Bandaríkjunum.  Leikið verður svo um sæti, miðvikudaginn 11. mars.

Við munum fylgjast með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ en leikurinn hefst eins og áður sagði kl 15:00.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Hægri bakvörður: Anna María Baldursdóttir

Vinstri bakvörður: Lára Kristín Pedersen

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Varnartengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Elín Metta Jensen


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög