Landslið

Sterkur Algarve-riðill

Fyrsti leikur Íslands er á miðvikudag

2.3.2015

A landslið kvenna kemur saman í Portúgal í dag, mánudag, þar sem það tekur þátt í hinu árlega Algarve-móti, sem er eins og kunnugt er afar sterkt æfingamót.  Mótherjar íslenska liðsins í riðlinum eru allir afar sterkir, en Ísland leikur í B-riðli ásamt Bandaríkjunum, Noregi og Sviss.

Fyrsti leikurinn er á miðvikudag og er mótherjinn í þeim leik lið Sviss, sem var einmitt í riðli með Íslandi í undankeppni HM 2015 og var svissneska liðið með mikla yfirburði í þeim riðli.

Íslenski hópurinn var kynntur á fjölmiðlafundi í höfuðstðvum KSÍ í síðustu viku.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög