Landslið
U21-karla-byrjunarlidid-gegn-Hvit-Russum

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Rúmenum 26. mars

Leikið verður á Trans-Sil vellinum í Targu Mures

19.2.2015

Knattspyrnusambönd Íslands og Rúmeníu hafa komst að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra, þann 26. mars næstkomandi.  Leikið verður á Trans-Sil vellinum í Targu Mures.  Í samkomulaginu felst einnig að þjóðirnar leiki annan vináttulandsleik í sama aldursflokki hér á landi árið 2016 eða 2017.

Þjóðirnar hafa mæst tvisvar áður í þessum aldursflokki en að var í undankeppni EM og var leikið 2006 og 2007.  Rúmenar höfðu betur í báðum leikjum, unnu 3 – 2 þegar leikið var á Varmárvelli og 4 – 0 ytra.

Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM en dregið var á dögunum og hefur Ísland leik gegn Makedóníu á heimavelli, 11. júní næstkomandi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög