Landslið
Merki U21 karla

U21 karla - Ísland aftur í riðli með Frökkum

Fyrsti leikurinn á heimavelli 11. júní gegn Makedóníu

5.2.2015

Dregið var í dag í undankeppni EM U21 karla en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland dróst í riðil með Frakklandi, Úkraínu, Skotlandi, Makedóníu og Norður Írlandi.  Ísland var í fjórða styrkleikaflokki og lenti með Frökkum úr efsta styrkleikaflokki, líkt og í síðustu undankeppni.

Samið hefur verið um leikdaga og hefja Íslendingar leik gegn Makedóníu á heimavelli, fimmtudaginn 11. júní.

Leikir Íslands

Árangur Íslands gegn þessum þjóðum hjá U21 karla:

  • Frakkland       7 leikir  1 jafntefli  6 töp
  • Úkraína          3 leikir   1 sigur     2 töp
  • Skotland         8 leikir   3 sigrar  1 jafntefli  4 töp
  • Makedónía     2 leikir   1 sigur  1 jafntefli
  • Norður Írland  4 leikir   3 sigrar  1 tap

U21 keppnin á uefa.com


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög