Landslið
Arnar Þór Viðarsson og Geir Þorsteinsson

Arnar Þór Viðarsson fékk viðurkenningu fyrir 50 landsleiki

Var sérstakur gestur KSÍ á vináttulandsleik Belga og Íslendinga

13.11.2014

Arnar Þór Viðarsson var sérstakur gestur KSÍ á vináttulandsleik Belga og Íslendinga í gærkvöldi en leikið var í Brussel.  Arnar tók við sem aðalþjálfari Cercle Brugge í efstu deild í Belgíu nú í október en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins og einnig leikmaður.

Arnar lék alls 52 leiki fyrir A landslið Íslands og skoraði í þeim 2 mörk.  Hann lék sinn 50.  landsleik á Laugardalsvelli árið 2007 þegar Ísland gerði 1 – 1 jafntefli gegn Spánverjum í undankeppni EM.  Fyrir leikinn í gærkvöldi fékk Arnar afhenta viðurkenningu, fyrir að hafa leikið 50 landsleiki, úr hendi Geirs Þorsteinssonar formanni KSÍ. 

Hér að neðan má sjá mynd af Arnari með börnum sínum, Sunnu Líf og Viktori Nóa.

Arnar Þór Viðarsson og börnin hans, Sunna Líf og Viktor Nói


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög