Landslið
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Ísland mætir Dönum í dag kl. 16:15

Allt undir á Laugardalsvelli í dag

14.10.2014

Strákarnir í U21 leika í dag seinni leik sinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM þegar þeir mæta Dönum á Laugardalsvelli kl. 16:15.  Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Álaborg, lauk með markalausu jafntefli og ráðast því úrslitin á Laugardalsvellinum í dag.

Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur kemst því til Tékklands á næsta ári og er því mikið undir.  Ljúki leiknum með markalausu jafntefli í dag, þá þarf að grípa til framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef ekkert er skorað í framlengingu.

Íslendingar eru hvattir til þess að fjölmenna á Laugardalsvöllinn og hvetja okkar stráka til Tékklands.  Miðasala er í gangi á midi.is en miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Frítt er inn fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og er hægt að framvísa viðeigandi skilríkjum við innganginn.

Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 13:00 og hlið vallarins ljúkast upp kl. 15:15.

Allir á völlinn - Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög