Landslið

Leikið í þremur riðlum á dag

Knattspyrnuvikan í fullum gangi

10.10.2014

Leikið var í þremur riðlum í undankeppni EM 2016 í kvöld, föstudagskvöld.  Eins og kunnugt er unnu Tékkar og Íslendingar sína leiki og eru með fullt hús stiga í A-riðli.  Tyrkir eru hins vegar án stiga og mæta Lettum í Riga á mánudag.  Í B-riðli unnu Belgar sex marka sigur á Andorra, en Ísland mætir einmitt Belgum í vináttuleik ytra í næsta mánuði.  Loks var leikið í H-riðli, þar sem frændur okkar, Norðmenn, unnu þriggja marka sigur á útivelli, gegn Möltu, og Ítalir unnu 2-1 sigur á Aserbaídsjan.


Á laugardag heldur knattspyrnuvikan áfram og þá verður leikið í riðlum D, I og F.

Knattspyrnuvikan - leikirnir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög