Landslið

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Danmörk

Seinni leikur liðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla

30.9.2014

Strákarnir í U21 mæta Dönum á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15, en um er að ræða seinni leik þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla.  Í húfi er sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.

Fyrri leikurinn fer fram í Álaborg, föstudaginn 10. október en það verður ljóst eftir leikinn á Laugardalsvellinum hvor þjóðin stendur uppi með pálmann í höndunum.  Það er ljóst að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessu leik og eru landsmenn hvattir til þess að fjölmenna og styðja strákana.

Miðasala á leikinn fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Miðverð:

Fullorðnir: 1.500 krónur
Frítt inn fyrir 16 ára og yngri

Fjölmennum á Laugardalsvöllinn og styðjum strákana okkar!

MiðasalaMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög