Landslið

U21 karla - Ísland mætir Dönum í umspili

Seinni leikurinn verður á heimavelli

12.9.2014

Ísland mun mæta Dönum í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla en dregið var í dag í höfuðstöðvum UEFA.  Fyrri leikurinn verður ytra en sá seinni hér heima.  Leikdagar eru fyrirhugaðir 8. og 14. október og mun koma staðfesting um þá síðar.

Aðrir leikir í umspilinu eru:

  • Slóvakía - Ítalía
  • Frakkland - Svíþjóð
  • Danmörk - Ísland
  • England - Króatía
  • Holland - Portúgal
  • Úkraína - Þýskaland
  • Serbía - Spánn

Sigurvegarar þessara viðureigna munu tryggja sér sæti í úrslitakeppninni ásamt heimamönnum í Tékklandi.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög