Landslið
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

Miðasala á Ísland - Ísrael

Leikið á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. september kl. 17:00

10.9.2014

Ísland tekur á móti Ísrael í undankeppni HM á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. september kl.17:00 og er miðasala hafin á þennan leik.

Nú er lokaspretturinn hafinn í þessari undankeppni og eru stelpurnar staðráðnar að ljúka keppninni með stæl.  Þjóðirnar mættust fyrr á þessu ári ytra og þá vann Ísland nauman sigur og ljóst að um hörkuleik verður að ræða á Laugardalsvellinum.

Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn á laugardaginn og sýna okkar stúlkum þann stuðning sem þær eiga skilið.

Miðaverð:

  • Fullorðnir: 1.000 krónur
  • Frítt inn fyrir 16 ára og yngri

Miðasala


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög