Landslið

U21 karla - Dregið í umspilinu í dag

Ísland í neðri styrkleikaflokki

12.9.2014

Í dag verður dregið í umspilinu fyrir úrslitakeppni Em 2015 en úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi.  Ísland er í pottinum og er í neðri styrkleikaflokki.  Mótherjar þeirra verða því eitt af liðunum sjö í efri styrkleikaflokki að undanskildum Frökkum sem voru með Íslandi í riðlakeppninni.

Flokkarnir eru eftirfarandi:

Efri flokkur
Spánn
Ítalía
England
Frakkland
Þýskaland
Portúgal
Danmörk

Neðri flokkur
Svíþjóð
Króatía
Slóavkía
Úkraína
Holland
Ísland
Serbía

Leikirnir verða 8. og 14. október næstkomandi og verður dregið um hvort leikið er heima eða heiman fyrst.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá drættinum á heimasíðu UEFA.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög