Landslið
HM kvenna 2015 í Kanada

Serbía-Ísland kl. 13:00 í dag - Byrjunarliðið tilbúið

A landslið kvenna í undankeppni HM 2015

31.10.2013

A landslið kvenna mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag, en leikið er á heimavelli FK Obilic í Belgrad.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook-síðu KSÍ, auk þess sem textalýsing verður á vef UEFA.  Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Þóra Helgadóttir

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir

Hægri kantur: Katrín Ómarsdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og Harpa Þorsteinsdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög