Landslið
Island-tolfan

Ísland í umspilsleiki fyrir HM - Meiriháttar stuðningur á vellinum!

Ísland mætir líklega Portúgal, Grikklandi, Úkraínu eða Króatíu í umspili fyrir sæti á HM!

15.10.2013

Ísland tryggði sér í kvöld umspilsleiki um sæti á HM en strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Noreg og Sviss vann á sama tíma Slóveníu á heimavelli. Það þýðir bara eitt, Ísland er komið í umspilsleiki þar sem líklegt er að liðið mæti Portúgal, Grikklandi, Úkraínu eða Króatíu. Landsliðið og starfsfólk KSÍ vill koma á framfæri innilegum þökkum fyrir FRÁBÆRAN stuðning á vellinum í Noregi en um 1500 íslenskir stuðningsmenn voru hreint út sagt magnaðir í stúkunni.
Takk meðlimir Tólfunnar og aðrir sem mættu á völlinn og við sjáumst í umspilinu!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög