Landslið

Styrkleikalisti FIFA

17.2.2005

Ísland er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út.

Litlar breytingar eru í efri hluta listans, Brasilíumenn eru áfram efstir og á eftir þeim koma Frakkar, Argentínumenn, Tékkar og Spánverjar. Evrópumeistarar Grikkja hafa aldrei verið jafn ofarlega á listanum og nú, eru í 13. sæti og hafa hækkað sig um fimm sæti frá því í síðasta mánuði.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög