Landslið
U19 landslið karla

U19 karla - Annar sigur gegn Eistum

Þriggja marka sigur í Grindavík

10.9.2012

Strákarnir i U19 lögðu Eistlendinga í dag í öðrum vináttulandsleik liðanna á þremur dögum.  Leikið var í Grindavík og urðu lokatölur 3 - 0 eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Fyrri leiknum, sem fram fór á Víkingsvelli síðastliðinn föstudag, lauk einni með sigri Íslands, 4 - 0.

Mörkin í dag skoruðu þeir Orri Sigurður Ómarsson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og Gunnar Þorsteinsson.

Þessir vináttulandsleikir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2013 en riðill Íslands verður leikinn í Króatíu dagana 26. - 31. október.  Mótherjar Íslendinga þar eru, ásamt heimamönnum, Georgía og Aserbaídsjan.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög