Landslið
Tolfan

Frábær stuðningur - Takk fyrir okkur

Landsleikur á Laugardalsvelli laugardaginn 15. september

8.9.2012

Það er gömul saga og ný að tala um að stuðningur áhorfenda geti skipt sköpum á knattspyrnuvellinum.  Allir þeir sem staddir voru á Laugardalsvelli í gækvöldi geta samt vitnað um hversu miklu máli slíkur stuðningur getur skipt.

Strákarnir í landsliðinu og Knattspyrnusamband Íslands þakka áhorfendum kærlega fyrir frábæran stuðning í gærkvöldi.  Ykkar hlutur í þessum sigri er stærri en þið getið líklega ímyndað ykkur.  Sérstakar þakkir fær stuðningssveitin Tólfan fyrir frábæra skemmtun og jákvæða strauma.  Allir Íslendingar eru í landsliðinu og allir geta verið í Tólfunni.

Minnum svo á að stelpurnar okkar eru að spila við Norður Íra, næstkomandi laugardag, 15. september, á Laugardalsvelli.

Áfram Ísland!

Tolfan

 

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög