Landslið
ISL_04

U19 karla - Öruggur sigur Íslendinga

Seinni vináttulandsleikur þjóðanna í Grindavík á sunnudaginn

7.9.2012

Strákarnir í U19 liðinu unnu í dag öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Eistlandi.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1 - 0.  Sigurinn var nokkuð öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en þjóðirnar mætast aftur í Grindavík á sunnudaginn kl. 16:00.

Árni Vilhjámsson kom Íslendingum yfir á 24. mínútu en það var eina mark fyrri hálfleiks.  Íslendingar byrjuðu svo síðari hálfleikinn af krafti og eftir 12 mínútna leik var staðan orðin 3 - 0.  Fyrst skoraði Gunnar Þorsteinsson og svo var Árni Vilhjálmsson aftur að verki.  Aron Elís Þrándarson innsiglaði svo sigurinn með marki á 89. mínútu og þar við sat.

ISL_01


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög