Landslið
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

A kvenna - Staðfestur leiktími á lokaleikinn gegn Noregi

Leikurinn verður kl. 17:30 að íslenskum tíma á Ullavaal vellinum í Osló

30.8.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt um leiktíma á leik Noregs og Íslands í undankeppni EM kvenna 2013.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 19. september á Ullevaal vellinum í Osló og hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Þegar leikir fara fram á síðasta leikdag sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast áfram úr riðlinum, þurfa þeir að fara fram á sama tíma. Þar sem heimaliðin í þessu tilfelli Noregur og Norður Írland höfðu ekki náð samkomulagi um þann leiktíma, skarst UEFA í leikinn og ákvað þennan leiktíma.

Leikirnir þennan síðasta leikdag eru:

mið. 19. sep. 12 17:30 Noregur - Ísland
mið. 19. sep. 12 17:30 Norður-Írland - Belgía
mið. 19. sep. 12 Ungverjaland - Búlgaría

Næsta verkefni íslenska liðsins er hinsvegar gríðarlega mikilvægur leikur gegn Norður Írum, hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög