Landslið
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 16. sæti á styrkleikalista FIFA

Fer upp um eitt sæti

17.8.2012

A landslið kvenna fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem kom út í dag og er Ísland nú í 16. sæti listans.  Ísland er í 9. sæti á meðal Evrópuþjóða.  Hæsta staða Íslands frá upphafi á heimslistanum er 15. sæti, en aðeins munar einu stigi á Íslandi og Suður-Kóreu sem situr í 15. sæti listans. 

Næsti landsleikur A-landsliðs kvenna fer fram 15. september á Laugardalsvelli en takist stelpunum að sigra í þeim leik eru þær öruggar í umspil fyrir lokakeppni EM 2013.

Styrkleikalisti FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög