Landslið
U17 landslið karla

U17 karla tapaði í vítakeppni gegn Færeyingum

Ísland hafnaði í 8. og síðasta sæti mótsins

11.8.2012

U17 landslið karla lék í dag lokaleik sinn á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum.  Leikið var gegn heimamönnum um 7.-8. sæti mótsins.  Hvort lið um sig skoraði eitt mark í fyrri hálfleik og þar við sat í markaskorun.  Færeyingar höfðu svo betur í vítakeppni.

Fyrsta mark leiksins var færeyskt og kom strax á 7. mínútu.  Íslenska liðið svaraði fyrir sig á þeirri 27. og var fyrirliðinn Samúel Kári Friðjónsson þar að verki.  Lokatölur vítakeppninnar voru 5-4 fyrir Færeyinga og því er það hlutskipti Íslands á Norðurlandamótinu í ár að hafna í 8. og neðsta sæti.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög