Landslið
Sölvi með ungum aðdáendum í Danmörku

Sölvi Geir ekki með gegn Færeyjum

Á við meiðsli að stríða

10.8.2012

Sölvi Geir Ottesen á við meiðsli að stríða og getur ekki verið með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum við Færeyinga á Laugardalsvellinum á miðvikudag.  Ekki verður kallaður annar leikmaður í hópinn í stað Sölva Geirs, sem er annar leikmaðurinn sem dregur sig úr hópnum vegna meiðsla, en áður hafði Björn Bergmann Sigurðarson gert slíkt hið sama.

Eftir standa 23 leikmenn, en áður hafði verið tilkynnt var að Grétar Rafn Steinsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Hallgrímur Jónasson hefðu bæst við hópinn.


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög