Landslið
U17 landslið karla

U17 karla leikur um 7. - 8. sætið á Opna NM

Íslenska liðið tapaði öllum leikjum í riðlinum - mætir heimamönnum í leik um sæti

10.8.2012

U17 landslið karla tapaði á fimmtudag lokaleik sínum í riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins, sem fram fer í Færeyjum.  Mótherjarnir voru Danir, sem unnu 2-0 sigur með mörkum á 8. og 39. mínútu, leiddu þannig í hálfleik og héldu stöðunni í seinni hálfleik.  Svíar höfnuðu í efsta sæti riðilsins og mæta Englendingum í úrslitaleik um sigur í mótinu.  Ísland leikur hins vegar við Færeyjar um 7.-8. sætið í mótinu og fer leikurinn fram kl. 11:00 að íslenskum tíma á laugardag.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög