Landslið
Tólfan

Ný Facebook-síða Tólfunnar

Landsleikjahrina haustsins nálgast ...

8.8.2012

Flestir þeir sem lagt hafa leið sína á Laugardalsvöllinn til að styðja við landsliðin okkar kannast við stuðningsmannahópinn Tólfuna, sem hélt uppi stemmningu á leikjunum í nokkur ár.  Nú þegar landsleikjahrina haustsins nálgast er Tólfan að vakna aftur til lífsins og hefur ný Facebook-síða Tólfunnar verið sett upp. 

Allir sem vilja styðja landsliðin okkar og eru með Facebook-aðgang eru hvattir til að skoða síðuna og fylgjast með Tólfunni og því hvað hún hefur fyrir stafni.  Hér er hlekkur á síðuna.  Einnig er hægt að nálgast Tólfu-síðuna í gegnum Facebook-síðu KSÍ. 

Áfram Ísland!

Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög