Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 130. sæti á FIFA-listanum

Litlar breytingar á listanum milli mánaða

8.8.2012

Ísland er í 130. sæti á mánaðarlegum styrkleikalista FIFA fyrir A landslið karla og fellur um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Annars er almennt lítið um breytingar á listanum milli mánaða og þá sérstaklega við topp listans.

Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti og Þjóðverjar í öðru, en Englendingar hafa sætaskipti við Úrúgvæ og fara þeir ensku þar með upp í 3. sætið.

Af þeim löndum sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014 er það að frétta að Sviss fellur um tvö sæti og er nú í því 23., Noregur er skammt undan í 25. sæti og fellur um eitt, Slóvenia fer upp um eitt sæti og er númer 33, Albanía er í 74. sæti og fer up um eitt, og loks er það Kýpur, sem fellur um eitt sæti, niður í það 123.

Færeyginar, mótherjar Íslands í vináttulandsleik á Laugardalsvelli næsta miðvikudag, fara upp um tvö sæti og sitja nú í 153. sæti listans.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög