Landslið
U17 landslið karla

Tap U17 gegn U19 liði Færeyja

Liðin mættust á Opna Norðurlandamótinu í Færeyjum á þriðjudag

8.8.2012

U17 landslið karla tapaði á þriðjudag gegn U19 liði Færeyinga á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Færeyjum.  Lokatölur leiksins urðu 3-1 fyrir heimamenn, sem leiddu með einu marki í hálfleik.  Mark Íslands kom undir lok leiksins.

Fyrsta markið kom á 36. mínútu og sem fyrr segir var það eina mark fyrri hálfleiks, en Færeyginarnir bættu við tveimur mörkum eð stuttu millibili fljótlega í seinni hálfleik, á 50. og 52. mínútu, og náðu þar með öruggri forystu í leiknum.  Mark Íslands kom síðan undir lokin, eða á 79. mínútu, þegar Max Odin Eggertsson minnkaði muninn, en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrr í leiknum.

Ísland er því eitt án stiga í B-riðli mótsins og mætir Dönum í lokaumferð riðilsins á fimmtudag kl. 17:00 að íslenskum tíma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög