Landslið
U17 landslið karla

Sænskur sigur í fyrsta leik U17 karla á Opna NM

Jafnt í hálfleik en sigurmark Svía kom snemma í seinni hálfleik

6.8.2012

Fyrsta umferð Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla fór fram í dag, mánudag, og voru mótherjar Íslands Svíar, sem þykja hafa á sterku liði að skipa.  Mótið fer fram í Færeyju að þessu sinni. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og hálfleiksstaðan 1-1 endurspeglaði þá stöðu.  Svíar voru nokkru sterkari í seinni hálfleik og skoruðu snemma  en náðu þó ekki að skapa sér mörg færi eftir það, enda urðu lokatölur leiksins þesar, þ.e. 2-1 fyrir Svía.

Sænska liðið komst yfir á 14. mínútu en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin á 29. mínútu.  Eina mark síðari hálfleiks kom svo á 46. mínútu, sigurmark leiksins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög