Landslið
EURO 2012

Hagnaður af EM 2012 til félagsliða

Um 25 milljónir til íslenskra félaga

2.8.2012

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðum sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða 2012 fái hlutdeild í hagnaði keppninnar, alls 100 milljónir evra. Í fyrsta sinn fá félög sem áttu leikmenn í undankeppninni framlag og var ákveðið að 40 milljónir evra færu til félaga vegna undankeppninnar en 60 milljónir til þeirra félaga sem áttu leikmenn í úrslitakeppninni.

Þessum 40 milljónum evra var skipt jafnt á 53 landslið Evrópu og komu því tæplega 755 þúsund evrur (rúmlega 110 milljónir íslenskra kr. á núverandi gengi) í hlut þeirra félaga sem áttu leikmenn í landsliði Íslands í keppninni. Í undankeppninni nær framlagið til félaga sem áttu leikmann skráðan á leikskýrslu (að hámarki 18 í hverjum leik).

Íslensk félög munu skv. þessari ákvörðun fá um 25 m. kr. í sinn hlut. Framlagið byggist á þátttöku íslenskra leikmanna með landsliði Íslands og leikmönnum skráðum á Íslandi sem voru í landsliði Færeyja. Fimm íslensk félög munu því fá framlagið og skiptist það svo skv. ákvörðun Knattspyrnusambands Evrópu:

  • Valur                     um 10 milljónir króna
  • FH                         um 6 milljónir króna
  • Breiðablik            um 4,5 milljónir króna
  • KR                         um 3 milljónir króna
  • Fram                     um 1,5 milljónir króna

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög