Landslið
Harpa-Thorsteinsdottir

A kvenna - Harpa kölluð inn í hópinn

Katrín Jónsdóttir ekki með vegna meiðsla

1.8.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Hörpu Þorsteinsdóttur úr Stjörnunni í A landsliðshópinn er mætir Skotum í vináttulandsleik ytra þann 4. ágúst næstkomandi.  Harpa kemur í stað Katrínar Jónsdóttur sem getur ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla.

A landsliðið leikur gegn Skotum laugardaginn 4. ágúst í Glasgow og daginn eftir, sunnudaginn 5. ágúst, leika U23 landslið þjóðanna.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög