Landslið
U19-karla-gegn-Svium

U19 karla - Efsta sætið á Svíþjóðarmótinu tryggt

Jafntefli við Norðmenn í lokaleiknum

21.7.2012

Strákarnir í U19 gerðu í dag jafntefli í lokaleik sínum á Svíþjóðarmótinu og voru Norðmenn mótherjarnir.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Norðmenn höfðu leitt í leikhléi.  Jafnteflið dugði íslenska liðinu til að tryggja sér efsta sætið á þessu fjögurra þjóða æfingamóti en auk ofangreindra þjóða, eru Svíar og Rúmenar þátttakendur.

Íslendingar höfðu áður lagt Rúmena og heimamenn að velli en það voru Norðmenn sem komust yfir á 34. mínútu og leiddu í leikhléi.  Íslendingar jöfnuðu hinsvegar muninn á 72. mínútu og þar var Atli Fannar Jónsson að verki.

Glæsilegur árangur hjá liðinu og verður gaman að fylgjast með þessum hóp í framtíðininni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög