Landslið
Open-Nordic

U16 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum

Leikið í dag kl. 12:45

9.7.2012

Stelpurnar í U16 hefja í dag leik á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi.  Fyrsti leikurinn verður gegn Finnum og hefst hann kl. 12:45 að íslenskum tíma.  Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður: Berglind Hrund Jónasdóttir, fyrirliði

Hægri bakvörður: Sandra Dögg Bjarnadóttir

Vinstri bakvörður: Steinunn Sigurjónsdóttir

Miðverðir: Hrefna Guðrún Pétursdóttir og Elma Lára Auðunsdóttir

Tengiliðir: Ingibjörg Sigurðardóttir, Andrea Rán S. Hauksdóttir og Guðrún Karitas Sigurðardóttir

Hægri kantur: Oddný Karólína Hafsteinsdóttir

Vinstri kantur: Bergrún Linda Björgvinsdóttir

Framherji: Sigríður María S. Sigurðardóttir

Vel fer um hópinn í Noregi og er vert að benda á glæsilega heimasíðu mótsins þar sem hægt er að finna myndir og fréttir af mótinu.

Fylgst verður með gangi leiksins í dag á Facebooksíðu KSÍ

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög