Landslið
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið verður kl. 14:00 í dag

Hægt að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA

4.4.2012

Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer dagana 4. - 16. maí.  Drátturinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á heimasíðu UEFA.

Átta þjóðir leika í úrslitakeppninni en þær eru, auk heimamanna og Íslendinga: Þýskaland, Holland, Frakkland, Pólland, Belgía og Georgía.

Liðunum er skipt niður í neina styrkleikaflokka fyrir dráttinn og er hann því opinn að öðru leyti en því að Slóvenía mun leika í B riðli.

U17 karla á heimasíðu UEFA

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög