Landslið

U16 karla - UEFA Development Tournament hefst á þriðjudaginn - 31.3.2018

U16 ára lið karla hefur leik á UEFA Development Tournament á þriðjudaginn þegar liðið mætir Eistlandi. Ísland er einnig í riðli með Litháen og Búlgaríu, en leikið er í Litháen.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Sigur í síðasta leiknum - 28.3.2018

Stelpurnar í U17 lögðu í dag Asera í lokaleik liðsins í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland sem leiddi, 2 - 0, í leikhléi.  Ísland endaði því í öðru sæti riðilsins á eftir gestgjöfunum í Þýskalandi

Lesa meira
 

A karla - 1-3 tap gegn Perú í New Jersey - 28.3.2018

A landslið karla tapaði 1-3 gegn Perú, en það var Jón Guðni Fjóluson sem skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fram á Red Bull Arena í New Jersey.  

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Aserbaídsjan á miðvikudag - 27.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir á miðvikudag Aserbaídsjan í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Leikurinn hefst klukkan 10:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Þýskalandi.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Perú aðfararnótt miðvikudags - 26.3.2018

A landslið karla mætir Perú aðfararnótt miðvikudags, en þetta er í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast. Leikurinn fer fram á Red Bull Arena í New Jersey og hefst hann klukkan 00:00.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Markalaust jafntefli gegn Norður Írum - 26.3.2018

Strákarnir í U21 gerðu markalaust jafntefli gegn Norður Írum í kvöld í undankeppni EM en leikið var í Coleraine.  Heimamenn sóttu meira í leiknum og sköpuðu sér nokkur góð færi en íslenska liðið varðist vel og átti einnig sín færi. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Leikið gegn Norður Írlandi á mánudaginn - 25.3.2018

U21 ára lið karla mætir Norður Írlandi á mánudaginn, en leikurinn er liður í undankeppni EM 2019. Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á The Showgrounds í Sligo.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Þjóðverjar höfðu betur - 25.3.2018

Stelpurnar í U17 biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Þýskalandi í dag í milliriðlum EM en leikið er einmitt í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 eftir að heimastúlkur höfðu leitt, 1 - 0,  í leikhléi.  Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum gegn Aserum, næstkomandi miðvikudag.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Leikið gegn Þýskalandi á sunnudag - 24.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir Þýskalandi á sunnudaginn í öðrum leik liðanna í milliriðlum undankeppni EM 2018, en leikið er í Þýskalandi. Ísland vann Írland 2-1 í fyrsta leik liðsins á meðan Þýskaland nældi í 5-0 sigur gegn Aserbaídsjan.

Lesa meira
 

A karla - 3-0 tap gegn Mexíkó - 24.3.2018

A landslið karla tapaði 3-0 gegn Mexíkó í San Fransisco, en leikið var á Levi's Stadium. Ísland skapaði sér fullt af færum og var óheppið að skora ekki.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Mexíkó - 23.3.2018

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Mexíkó. Rúnar Alex Rúnarsson og Albert Guðmundsson eru báðir í byrjunarliðinu í dag.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland upp um eitt sæti - 23.3.2018

Íslenska kvennalandsliðið er í 19. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Fer liðið upp um eitt sæti frá síðasta lísta en af Evróipuþjóðunum er Ísland í 11. sæti.  Bandaríkin eru í efsta sæti listans en England, sem hefur sætaskipti við Þýskaland, er í öðru sæti. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Írar höfðu betur í Dublin - 22.3.2018

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Írum í vináttulandsleik sem fram fór í Dublin í kvöld,  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimamenn, sem leiddu 2 - 0 í leikhléi.  Leikurinn var undirbúningur fyrir leik gegn Norður Írum í undankeppni EM sem fram fer á þriðjudaginn. Lesa meira
 

Milliriðill EM U17 kvenna:  Ísland vann Írland - 22.3.2018

U17 landslið kvenna lék í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM 2018, en leikið er í Þýskalandi.  Mótherjinn var Írland og var um hörkuleik að ræða.  Svo fór að Ísland hafði 2-1 sigur og mætir Þýskalandi, sem vann sinn leik 5-0, á sunnudag í næstu umferð.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Mexíkó í dag á Levi's Stadium - 22.3.2018

A landslið karla mætir Mexíkó á föstudaginn, en leikurinn fer fram á Levi's Stadium í San Fransisco og hefst hann klukkan 02:00 aðfararnótt laugardags að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum - 22.3.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM.  Leikið er ytra og fara leikirnr fram 6. og 10. apríl.  Ísland er í harðri baráttu um sæti á HM í Frakklandi 2019 og hefur tapað fæstum stigum allra þjóða í riðlinum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Mæta Írlandi í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 21.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir Írlandi fimmtudaginn 22. mars í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Riðillinn fer fram í Þýskalandi og ásamt heimamönnum eru Ísland, Írland og Aserbaídsjan í honum.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Írlandi á fimmtudaginn - 21.3.2018

U21 ára lið karla mætir Írlandi fimmtudaginn 22. mars, en um er að ræða vináttuleik og fer hann fram á Tallaght Stadium í Dublin.

Lesa meira
 

HM styttan kemur til Íslands - 21.3.2018

Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Um er að ræða þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa  Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar.  Bikarinn verður til sýnis í  Smáralindinn, sunnudaginn 25. mars, á milli kl.14 - 18. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U16 karla - Hópurinn sem fer á UEFA Development Tournament - 20.3.2018

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til þáttöku í UEFA Development Tournament U16 karla.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Hópurinn sem fer á UEFA Development Tournament - 19.3.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp til þáttöku í UEFA Development Tournament U16 kvenna. Mótið fer fram í Klaipeda í Litháen dagana 8.-13. apríl.

Lesa meira
 

A karla - Leikið gegn Gana á Laugardalsvelli 7. júní - 16.3.2018

A landslið karla mun leika gegn Gana á Laugardalsvelli 7. júní, en leikurinn er síðasti leikur liðsins í undirbúningi þess fyrir HM 2018 í Rússlandi. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í sögunni.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem leikur gegn Mexíkó og Perú - 16.3.2018

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hópinn sem tekur þátt í leikjunum tveimur gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum. Um er að ræða 29 leikmenn, en nokkrir þeirra taka aðeins þátt í leiknum gegn Mexíkó.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem spilar við Norður Írland og Írland - 16.3.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem leikur gegn Norður Írlandi og Írlandi 22. og 26. mars næstkomandi. Í hópnum eru átta nýliðar, sem eru einnig gjaldgengir í næsta U21 lið.

Lesa meira
 

U15 karla - Æfingar helgina 23.-25. mars - 14.3.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla og yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar helgina 23.-25. mars.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-1 tap gegn Ítalíu í síðasta leiknum í miliriðlinum - 13.3.2018

U17 ára lið karla tapaði 0-1 gegn Ítalíu í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Riðillinn var leikinn í Hollandi og voru Tyrkland og Holland einnig í riðlinum.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Ítalíu - 13.3.2018

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 karla í milliriðlum undankeppni EM 2018, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Ítalíu. Þetta er þriðji, og síðasti, leikur liðsins í riðlinum, en báðir leikirnir til þessa hafa tapast.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Ítalíu á þriðjudaginn - 12.3.2018

U17 ára lið karla leikur síðasta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 á þriðjudaginn, en þá mætir liðið Ítalíu. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og fer fram á Sportpark Zuideinderpark. Leikið er í Hollandi.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-3 tap gegn Tyrklandi - 10.3.2018

U17 ára lið karla tapaði á laugardaginn 0-3 gegn Tyrklandi í öðrum leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Liðið leikur síðasta leik sinn í riðlinum á þriðjudaginn þar sem strákarnir mæta Ítalíu.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Tyrklandi - 9.3.2018

U17 ára lið karla leikur í dag annan leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar það mætir Tyrklandi. Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið. 

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Tyrklandi á laugardaginn - 9.3.2018

U17 ára lið karla leikur á laugardaginn annan leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar liðið mætir Tyrklandi. Leikurinn hefst klukkan 13:00 og fer fram á Sportpark Parkzicht, en riðillinn fer fram í Hollandi.

Lesa meira
 

Forsetahjónin bjóða heiminum að ganga til liðs við #TeamIceland - 8.3.2018

Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Eliza Reid, forsetafrú bjóða heiminum að taka þátt í HM-ævintýri Íslendinga í nýju myndbandi frá Inspired by Iceland. Forsetahjónin hvetja fólk til að ganga til liðs við „Team Iceland“ og upplifa gleðina frá fyrstu hendi og kynnast landinu betur.

Lesa meira
 

A kvenna - 6-5 sigur eftir vítaspyrnukeppni gegn Danmörku - 7.3.2018

Ísland vann Danmörku 6-5 eftir vítaspyrnukeppni og tryggði sér með því 9. sætið á Algarve Cup. Það var Hlín Eiríksdóttir sem skoraði mark Íslands í venjulegum leiktíma. Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. mars - 7.3.2018

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. mars, en æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 

U17 karla - 1-2 tap gegn Hollandi í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 7.3.2018

U17 ára lið karla tapaði 1-2 gegn Hollandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2018, en leikið er í Hollandi. Það var Andri Lucas Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Danmörku - 7.3.2018

Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Danmörku, en leikið er um 9. sætið.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. mars - 7.3.2018

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. mars, en æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 7.3.2018

U17 ára lið karla leikur í dag fyrsta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar það mætir Hollandi. Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið um 9. sætið gegn Danmörku í dag - 7.3.2018

A landslið kvenna leikur í dag síðasta leik sinn á Algarve Cup þegar liðið mætir Danmörku í leiknum um 9. sætið. Þetta er í annað sinn sem liðin mætast á mótinu, en fyrri leikur þeirra endaði með markalausu jafntefli. Leikurinn fer fram á Est. Municipal de Vila Real Santo Antonio og hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð - 6.3.2018

U19 ára landslið kvenna lék í dag síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga þegar liðið mætti Svíþjóð. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, en það var Dröfn Einarsdóttir sem skoraði mark Íslands í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

U17 karla - Fyrsti leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn - 6.3.2018

U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn, en þá mætir liðið Hollandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og fer fram á Sportpark Parkzicht.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Leikið gegn Svíþjóð í dag - 6.3.2018

U19 kvenna leikur síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga, Spáni, í dag þegar það mætir Svíþjóð. Liðið mættust einnig á laugardaginn, en þá vann Svíþjóð 2-0 sigur.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Danmörku í leiknum um 9. sæti - 5.3.2018

A landslið kvenna mun leika gegn Danmörku um 9.-10. sætið á Algarve Cup, en þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í riðlakeppni mótsins. Ísland og Danmörk voru saman í riðli, Ísland endaði í því þriðja og Danir í því fjórða.

Lesa meira
 

A kvenna - Markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturunum - 5.3.2018

Ísland gerði á mánudag markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Algarve Cup. Liðið mætir Danmörku í leik um 9. sæti á miðvikudaginn.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 5.3.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið byrjunarlið Íslands sem mætir ríkjandi  Evrópumeisturum, Hollandi, í dag. Fanndís Friðriksdóttir er í liðinu, en hún hefur misst af tveimur fyrstu leikjunum vegna meiðsla. 

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Hollandi á mánudaginn - 4.3.2018

A landslið kvenna leikur þriðja, og síðasta, leik sinn í riðlakeppninni á Algarve Cup á mánudaginn. Mótherjarnir eru Hollendingar, en þær hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru Evrópumeistarar frá síðasta sumri. Leikurinn hefst klukkan 15:40 og fer fram á Est. Municipal de Albufeira.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 0-2 tap gegn Svíþjóð á La Manga - 3.3.2018

U19 ára landslið kvenna tapaði fyrir Svíþjóð 0-2, en leikurinn fór fram á La Manga. Þetta var annar leikur liðsins á tveimur dögum, en liðið er á Spáni að leika á æfingamóti.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíþjóð - 3.3.2018

U19 ára lið kvenna leikur í dag annan leik sinn á æfingamóti á La Manga. Liðið tapaði 1-2 fyrir Ítalíu á föstudag en leikur nú gegn Svíþjóð. Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 1-2 tap gegn Ítalíu - 2.3.2018

U19 ára lið kvenna tapaði í dag fyrir Ítalíu á æfingamóti á La Manga, Spáni. Það var Guðrún Gyða Haralz sem skoraði mark Íslands. Ísland leikur gegn Svíþjóð á morgun, en leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - 1-2 tap gegn Japan - 2.3.2018

Ísland tapaði 2-1 fyrir Japan í öðrum leik liðsins á Algarve Cup. Það var Glódís Perla Viggósdóttir sem skoraði mark Íslands í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög