Landslið

A kvenna - Markalaust jafntefli gegn Danmörku - 28.2.2018

Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Danmörku í fyrsta leik sínum á Algarve Cup. Liðið lék mjög vel varnarlega séð og hefði hæglega getað skorað.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku - 28.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur gefið út byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Danmörku. Aðeins einn leikmaður getur ekki spilað vegna meiðsla, en það er Fanndís Friðriksdóttir.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Danmörku á miðvikudaginn í fyrsta leik liðanna á Algarve Cup - 27.2.2018

A landslið kvenna mætir á miðvikudag Danmörku í fyrsta leik liðanna á Algarve Cup. Leikurinn fer fram á Estadio Municipal de Lagos og hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Hópur valinn fyrir úrtaksæfingar helgina 9.-11. mars - 27.2.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 9.-11. mars, leikmenn fæddir 2002 og 2003. 

Lesa meira
 

U17 karla - Ísak Snær Þorvaldsson hefur dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla - 27.2.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla (leikmenn fæddir 2001 og síðar), hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018.

Lesa meira
 

A kvenna - Fyrsta æfing ferðarinnar fór fram í dag - 26.2.2018

A landslið kvenna mætti til Algarve á sunnudagskvöld, en liðið leikur hér fjóra leiki á næstu dögum. Fyrsta æfing ferðarinnar fór fram í dag þar sem æft var frábærar aðstæður. Töluverð rigning, logn og grænt gras. Það gerist ekki mikið betra en það.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópur valinn sem æfir 2. og 3. mars - 26.2.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp sem mun æfa í Kórnum 2. og 3. mars.

Lesa meira
 

A kvenna - Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í hópinn á Algarve Cup - 26.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum fyrir Algarve Cup. Sigrún Ella Einarsdóttir getur ekki komið til móts við liðið í Portúgal vegna meiðsla og í hennar stað kemur Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í hópinn.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 19.2.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 í mars. Mótherjar liðsins þar verða Holland, Ítalía og Tyrkland, en leikið er í Hollandi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar 23.-24. febrúar - 16.2.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga fyrir U17 kvenna. Æfingarnar fara fram 23.-24. febrúar og fara þær fram í Kórnum.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til La Manga - 15.2.2018

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem fer í æfingabúðir á La Manga, Spáni. Mun hópurinn æfa þar og leika gegn Ítalíu, Skotlandi og Svíþjóð.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem fer á Algarve Cup - 15.2.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem fer á Algarve Cup í Portúgal. Fyrsti leikur liðsins fer fram 28. febrúar þar sem liðið mætir Danmörku. Í riðlinum eru einnig Japan og Holland.

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 18. sæti á heimslista FIFA - 15.2.2018

A landslið karla er í 18. sæti á nýjum heimslista FIFA, en það er besti árangur liðsins til þessa. Ísland var í 20. sæti í síðustu útgáfu hans og hækkar sig því um tvö sæti á milli lista.

Lesa meira
 

A landslið kvenna - Hópurinn sem fer á Algarve Cup kynntur 15. febrúar - 14.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, mun þann 15. febrúar tilkynna hópinn sem fer og keppir á Algarve Cup, en fyrsti leikur liðsins þar er gegn Danmörku 28. febrúar. Bein útsending verður frá blaðmannafundinum á miðlum KSÍ og hefst hún klukkan 13:15.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Átta fengu Nýliðamerki KSÍ - 7.2.2018

Átta leikmenn léku sinn fyrsta unglingalandsleik með U17 kvenna í leikjunum tveimur gegn Skotlandi á dögunum og fengu afhent Nýliðamerki KSÍ. 

Lesa meira
 

U15 karla - Úrtakshópur valinn fyrir æfingar helgina 16.-18. febrúar - 6.2.2018

Þorlákur Árnason, þjálfari U15 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. febrúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. febrúar - 6.2.2018

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 ára landsliðs Íslands, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. febrúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Annar 4-0 sigur á Skotlandi - 6.2.2018

U17 ára lið kvenna vann annan 4-0 sigur á Skotlandi þegar liðin mættust í öðrum leik liðanna. Það voru þær Katla María Þórðardóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Karolína Jack sem skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur seinni leik sinn gegn Skotlandi á þriðjudag - 5.2.2018

U17 ára lið kvenna leikur á þriðjudag seinni vináttuleik sinn við Skotland. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst klukkan 12:00. Ísland vann fyrri leik liðanna á sunnudag 4-0 með mörkum frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Clöru Sigurðardóttur og Helenu Ósk Hálfdánardóttur.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Frábær 4-0 sigur gegn Skotlandi - 4.2.2018

U17 ára lið kvenna vann í dag góðan 4-0 sigur á Skotlandi, en liðin mættust í Kórnum. Ísland stjórnaði leiknum frá byrjun og var frammistaða liðsins mjög góð. Liðin mætast aftur á þriðjudaginn kemur og hefst sá leikur klukkan 12:00 og fer fram í Kórnum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög