Landslið

U17 kvenna - Leikið gegn Skotlandi í dag - 31.1.2018

U17 ára lið kvenna leikur tvo leiki gegn Skotlandi á næstu dögum, sá fyrri fer fram í dag og sá síðari á þriðjudag. Báðir leikirnir fara fram í Kórnum og verða í beinni útsendingu hjá SportTV.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Úrtakshópur valinn til æfinga 9.-11. febrúar - 31.1.2018

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U16 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga helgina 9.-11. febrúar, en æft verður í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U15 kvenna - Æfingar 9.-11. febrúar - 31.1.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, og Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hafa í sameiningu valið úrtakshóp sem æfir helgina 9.-11. febrúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

A karla - Leikið við Noreg 2. júní á Laugardalsvelli - 30.1.2018

A landslið karla mun leik vináttuleik gegn Noregi 2. júní næstkomandi, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Leikurinn er liður í lokaundirbúningi Íslands fyrir HM í Rússlandi þar sem liðið mætir Argentínu í fyrsta leik þann 16. júní í Moskvu.

Lesa meira
 

U17 karla - 3-0 sigur gegn Moldóva og 7. sætið staðreynd - 28.1.2018

U17 ára lið karla vann 3-0 sigur gegn Moldóva og endaði því í 7. sæti á móti í Hvíta Rússlandi, en leikið var í Minsk. Það voru Jóhann Árni Gunnarsson, Arnór Ingi Kristinsson og Davíð Snær Jóhannsson sem skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Moldóva á sunnudag í leik um 7. sætið - 27.1.2018

U17 ára lið karla leikur á sunnudag um 7. sæti á móti í Hvíta Rússlandi, en mótherjar liðsins verða Moldóva. Þetta er fimmti, og síðasti, leikur liðsins á mótinu. Hingað til hefur liðið unnið Slóvakíu, Rússland og Litháen, en tapað fyrir Ísrael.

Lesa meira
 

U21 karla - Æfingar 2.-3. febrúar - 26.1.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið úrtakshóp sem mun taka þátt á æfingum 2.-3. febrúar, en báðar æfingarnar fara í Kórnum.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikjaniðurröðun fyrir Algarve Cup staðfest - 26.1.2018

Leikjaniðurröðun A landsliðs kvenna á Algarve Cup hefur verið staðfest, en Ísland er í riðli með Danmörku, Japan og Hollandi. Fyrsti leikur liðsins fer fram 28, febrúar og mætir liðið þá Danmörku. 

Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Litháen eftir vítaspyrnukeppni - 26.1.2018

U17 karla vann Litháen eftir vítaspyrnukeppni og er því ljóst að liðið mun leika um 7.-8. sæti mótsins gegn Moldóva á sunnudaginn, en leikið er í Hvíta Rússlandi. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma, en Ísland vann síðan 5-4 sigur í vítspyrnukeppninni.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Litháen í dag - 26.1.2018

U17 ára lið karla leikur í dag við Litháen í fyrri leik sínum í umspili á móti í Hvíta Rússlandi. Leikurinn hefst klukkan 11:15 að íslenskum tíma. Liðið sigraði Slóvakíu og Rússland í riðlakeppninni, en tapaði fyrir Ísrael. Liðið leikur því um 7.-9. sæti á mótinu.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 2.-4. febrúar - 25.1.2018

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 2.-4. febrúar, en æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

A kvenna - Fimm leikmenn fengu Nýliðamerki KSÍ - 25.1.2018

Fimm leikmenn léku sinn fyrsta landsleik með A landsliði kvenna í leiknum gegn Noregi á La Manga og fengu afhent Nýliðamerki KSÍ. Þetta voru þær Andrea Mist Pálsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Guðný Árnadóttir.

Lesa meira
 

U17 karla – 1-0 sigur gegn Rússum í lokaleik riðilsins - 24.1.2018

Ísland hafði betur gegn Rússum í lokaleiknum á móti í Hvíta-Rússlandi. Leikurinn var nokkuð jafn en þó voru Rússarnir meira með boltann en Ísland átti fleiri skot á mörkin.

Lesa meira
 

A karla – Belgía og Sviss mæta á Laugardalsvöll í haust - 24.1.2018

Ísland dróst í 2. riðil A deildar Þjóðadeildarinnar ásamt Belgíu og Sviss. Leikirnir munu fara fram í september, október og nóvember 2018 og verður leikið heima og heiman.

Lesa meira
 

A karla - Dregið í þjóðadeildinni í dag - 24.1.2018

Dregið verður í riðla í Þjóðadeild UEFA í höfuðstöðvum UEFA í Lausanne í Sviss í dag. Drátturinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á Vísi.is.

Lesa meira
 

A kvenna - 1-2 tap gegn Noregi á La Manga - 23.1.2018

Ísland tapaði 1-2 gegn Noregi, en leikurinn fór fram á La Manga á Spáni. Það var Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði mark Íslands strax í byrjun leiks áður en Norðmenn skoruðu eitt mark í hvorum hálfeik.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 23.1.2018

A landslið kvenna mætir Noregi í dag á La Manga, Spáni, og hefst leikurinn klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið Íslands er tilbúið og er ljóst að Anna Rakel Pétursdóttir leikur sinn fyrsta landsleik í dag.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-3 tap gegn Ísrael - 23.1.2018

U17 karla tapaði í dag 0-3 gegn Ísrael í öðrum leik liðsins á móti í Hvíta Rússlandi. Liðið leikur næsta leik sinn á morgun, miðvikudag, þegar það mætir Rússlandi og hefst sá leikur klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Stærsti styrktarsamningur íþróttahreyfingarinnar undirritaður - 23.1.2018

Í gær endurnýjaði Icelandair samning um að vera aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fimm sérsambanda innan þess, þ.e. GSÍ, HSÍ, ÍF, KKÍ og KSÍ. Þessir styrktarsamningar milli flugfélagsins og ÍSÍ eru þeir umfangsmestu í sögu íþróttahreyfingarinnar.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Noregi í dag á La Manga - 23.1.2018

A landslið kvenna leikur í dag æfingaleik gegn Noregi, en leikurinn fer fram á La Manga þar sem liðin eru í æfingabúðum. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og er hægt að nálgast beina útsending á vefsíðu norska knattspyrnusambandsins. 

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Ísrael á morgun - 22.1.2018

U17 ára lið karla mætir á morgun Ísrael í öðrum leik sínum á móti í Hvíta Rússlandi, en það er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. 

Lesa meira
 

U17 karla - 1-0 sigur gegn Slóvakíu í fyrsta leik í Hvíta Rússlandi - 21.1.2018

U17 ára lið karla vann Slóvakíu 1-0 í fyrsta leik liðsins á móti í Hvíta Rússlandi, en liðið er þar að undirbúa sig fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. Það var Karl Friðleifur Gunnarsson sem skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Næsti leikur liðsins er gegn Ísrael á þriðjudaginn kemur.

Lesa meira
 

A kvenna - Sara Björk ekki með á La Manga vegna meiðsla - 19.1.2018

Ljóst er að Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, verður ekki með íslenska liðinu í æfingabúðum á La Manga vegna meiðsla. Mun hún því ekki spila leikinn gegn Noregi á þriðjudaginn næstkomandi. 

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla í Hvíta-Rússlandi - 19.1.2018

U17 landslið karla leikur í æfingamóti í Hvíta-Rússlandi dagana 21.-28. janúar.  Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. og taka 12 lið þátt í því. Þegar riðlakeppninni er lokið hefjast innbyrðis viðureignir milli riðla og mun Ísland því í heildina leika fimm leiki.  Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópur valinn fyrir leiki gegn Skotlandi - 19.1.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Skotland 4. og 6. febrúar n.k.

Lesa meira
 
Mexíkó (mynd af vef mexíkóska knattspyrnusambandsins)

Leikið við Mexíkó í San Francisco 23. mars - 19.1.2018

KSÍ getur nú staðfest að A landslið karla leiki vináttuleik við Mexíkó þann 23. mars næstkomandi.  Leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco, heimavelli ruðningsliðsins San Francisco 49ers. Áður hafði leikur við Perú 27. mars verið staðfestur.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna:  Æfingar 26.-28. janúar - 18.1.2018

Þórður Þórðarson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 23 leikmenn frá 13 félögum á landsliðsæfingar sem fram fara dagana 26.-28. janúar næstkomandi, í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Kúvær er annar af hástökkvurum mánaðarins á FIFA-listanum

A karla í 20. sæti á styrkleikalista FIFA - 18.1.2018

A landslið karla er í 20. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um tvö sæti á milli mánaða.  Ísland hefur hæst verið í 19. sæti.  Ekki er um miklar breytingar á listanum að ræða, enda tiltölulega fáir landsleikir farið fram síðustu vikur.  Hástökkvarar mánaðarins eru Kúvæt og Túnis.

Lesa meira
 

A kvenna - Tvær breytingar á hópnum sem fer til La Manga - 16.1.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert tvær breytingar á hóp liðsins sem heldur til La Manga á fimmtudaginn og leikur þar við Noreg 23. janúar.

Lesa meira
 

A karla - Sex leikmenn fengu Nýliðamerki KSÍ - 15.1.2018

Sex leikmenn léku sinn fyrsta landsleik með A landsliði karla í leikjunum tveimur gegn Indónesíu og fengu afhent Nýliðamerki KSÍ. Þetta voru þeir Samúel Kári Friðjónsson, Anton Ari Einarsson, Mikael Neville Anderson, Andri Rúnar Bjarnason, Felix Örn Friðriksson og Hilmar Árni Halldórsson.

Lesa meira
 

A karla - Flottur 4-1 sigur gegn Indónesíu - 14.1.2018

Ísland vann í dag 4-1 sigur á Indónesíu í síðari leik liðanna, en leikið var á Gelora Bung Karno vellinum í Jakarta. Albert Guðmundsson og Arnór Smárason skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Indónesíu tilbúið - 14.1.2018

Byrjunarlið Íslands gegn Indónesíu í dag er tilbúið og gerir Heimir sex breytingar á íslenska liðinu. Leikurinn hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma og fer fram á Gelora Bung Karno vellinum í Jakarta.

Lesa meira
 

A karla - Leikið gegn Indónesíu á sunnudag - ath breyttan leiktíma - 13.1.2018

A landslið karla leikur á sunnudag seinni leik sinn gegn Indónesíu, en leikurinn fer fram á Gelora Bung Karno vellinum í Jakarta. Hefst hann klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A karla - Liðið kom til Jakarta í dag - 12.1.2018

A landslið karla er mætt til Jakarta, en liðið ferðaðist þangað í dag. Síðari leikur liðsins gegn Indónesíu fer fram á sunnudaginn á Gelora Bung Karno vellinum í borginni. 

Lesa meira
 

U21 karla - Leikið við Írland 22. mars - 12.1.2018

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Írland um að U21 landslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik á Tallaght Stadium, en hann er heimavöllur Shamrock Rovers í Dublin 22. mars. 

Lesa meira
 

A karla - 6-0 sigur gegn Indónesíu - 11.1.2018

Ísland vann góðan 6-0 sigur á Indónesíu í dag, en leikið var á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Mörk Íslands skoruðu þeir Andri Rúnar Bjarnason, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson. 

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands í dag gegn Indónesíu - 11.1.2018

Byrjunarlið Íslands sem mætir Indónesíu í dag er tilbúið, en leikurinn fer fram á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Leikurinn hefst klukkan 11:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

A karla - Fyrri leikur Íslands gegn Indónesíu á morgun - 10.1.2018

A landslið karla mætir Indónesíu á morgun, fimmtudag, og fer leikurinn fram á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Leikurinn hefst klukkan 11:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtakshópur valinn - 10.1.2018

Davíð Snorri Jónasson, landslisþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga helgina 19.–21. janúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum, Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 

Davíð Snorri Jónasson ráðinn nýr þjálfari U17 karla - 9.1.2018

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningi við Davíð Snorra Jónasson um þjálfun U17 karla. Davíð mun jafnframt sjá um þjálfun U16 karla og verður aðstoðarþjálfari U19 karla og hefur hann þegar hafið störf.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið mætt til Indónesíu - 8.1.2018

A landslið karla er nú komið til Indónesíu þar sem liðið mætir heimamönnum í tveimur vináttuleikju. Fyrri leikurinn verður í borginni Yogyakarta fimmtudaginn 11. janúar og sá síðari í Jakarta sunnudaginn 14. janúar.

Lesa meira
 

Sami stigabónus til leikmanna A landsliða karla og kvenna - 4.1.2018

Stjórn KSÍ hefur endurskoðað fyrirkomulag á árangurstengdum greiðslum (stigabónus) til leikmanna A landsliðanna vegna leikja í undankeppnum stórmóta. Upphæðir sem greiddar eru til leikmanna fyrir áunnin stig í undankeppnum stórmóta verða þær sömu óháð því hvort lið sé um að ræða.

Lesa meira
 

A kvenna - hópurinn sem leikur gegn Noregi á La Manga - 4.1.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Noregi á La Manga, Spáni, 23. janúar næstkomandi. 

Lesa meira
 

A karla - Andri Rúnar Bjarnason inn í hópinn sem fer til Indónesíu - 3.1.2018

Andri Rúnar Bjarnason kemur inn í hóp Íslands sem fer til Indónesíu í vikunni í stað Björns Bergmanns Sigurðarsonar.

Lesa meira
 

A karla - Leikið gegn Perú 27. mars á Red Bull Arena í New Jersey - 3.1.2018

Ísland leikur æfingaleik gegn Perú þann 27. mars næstkomandi, en leikurinn mun fara fram á Red Bull Arena í Harrison, New Jersey.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar - 3.1.2018

Þorlákur Árnason hefur valið hóp sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfingamóti. Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018.

Lesa meira
 

U16 og U17 kvenna - Úrtaksæfingar 12.-14. janúar - 2.1.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar hjá báðum liðum helgina 12.-14. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Noregi á La Manga 23. janúar - 2.1.2018

A landslið kvenna leikur vináttuleik gegn Noregi þann 23. janúar, en leikurinn fer fram á La Manga á Spáni. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, mun tilkynna hópinn sem fer í verkefnið á fimmtudaginn næstkomandi.

Lesa meira
 

U15 karla - Úrtaksæfingar 5.-6. janúar - ATH breytta tíma- og staðsetningu - 2.1.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið úrtakshóp til að taka þátt í æfingum 5.-6. janúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög