Landslið

Breytingar á hópnum sem fer til Indónesíu - 30.12.2017

Gerðar hafa verið breytingar á leikmannahópi A landsliðs karla sem mætir Indónesíu í tveimur vináttuleikjum ytra í janúar. Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason verða ekki með landsliðinu í þessu verkefni, en inn í hópinn koma þrír leikmenn - þeir Albert Guðmundsson, Orri Sigurður Ómarsson og Ólafur Ingi Skúlason.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Grindavík í byrjun janúar - 29.12.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður með æfingar í Hópinu, knatthöll Grindvíkinga, miðvikudaginn 3.janúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland í 22. sæti á styrkleikalista FIFA í árslok - 22.12.2017

A landslið karla er í 22. sæti á desember-útgáfu FIFA styrkleikalistans.  Litlar breytingar eru á efri hluta listans milli mánaða og stendur íslenska liðið í stað.  Þýskaland, Brasilía og Portúgal eru í efstu þremur sætunum, en í fjórða sætinu eru fyrstu mótherjar Íslands á HM 2018 - Argentína. Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópur valinn fyrir úrtaksæfingar í byrjun janúar - 22.12.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið úrtakshóp sem mun æfa dagana 5.-7. janúar, en æfingarnar fara fram í Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland tekur þátt í æfingamóti í Hvíta Rússlandi í janúar - 21.12.2017

U17 ára lið karla mun taka þá í æfingamóti í Hvíta Rússlandi dagana 21.-28. janúar næstkomandi. Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir milliriðil í undankeppni EM 2018, en hann fer fram í byrjun mars.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland upp um eitt sæti á heimslistanum - 15.12.2017

A landslið kvenna fer upp um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA sem kynntur var í dag, 15. desember. Liðið situr því í 20. sæti listans eftir að hafa verið í 21. sæti listans í síðustu útgáfu hans.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem fer til Indónesíu - 15.12.2017

A landslið karla fer til Indónesíu í byrjun janúar næstkomandi og leikur þar tvo leiki við heimamenn. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu taka þátt í verkefninu, en hann fer með 22 manna hóp út.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar á Akureyri 19. desember fyrir leikmenn fædda 2003 - 12.12.2017

Úrtaksæfingar verða á Akureyri þriðjudaginn 19. desember fyrir leikmenn fædda 2003 undir stjórn Þorláks Árnasonar, þjálfara U15. Æfingarnar fara fram í Boganum.

Lesa meira
 

Fyrra mark Íslands í 2- 0 sigri á Tyrklandi nú skráð á Theodór Elmar Bjarnason - 7.12.2017

Í 2-0 sigri Íslands gegn Tyrklandi 9. Október 2016, í undankeppni HM, var fyrra mark Íslands skráð sem sjálfsmark af FIFA. Þetta hefur hins vegar breyst, en FIFA hefur nú skráð markið á Theodór Elmar Bjarnason.

Lesa meira
 

FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um slagorð á rútu landsliðsins í Rússlandi - 7.12.2017

FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um val á slagorði fyrir rútur þeirra landsliða sem taka þátt í HM 2018 í Rússlandi. Samskonar keppni var haldin í aðdraganda EM 2016 í Frakklandi, en þar var Ísland með Áfram Ísland! á rútunni sinni.

Lesa meira
 

U16 og U17 kvenna - Úrtakshópar valdir - 6.12.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið úrtakshópa sem munu æfa dagana 16. og 17. desember, en æfingarnar fara fram í Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 
Getty Images for UEFA

U17 karla - Ísland með Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi í milliriðlum - 6.12.2017

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2018 hjá U17 karla og var Ísland þar á meðal liða, en mótherjar liðsins þar verða Ítalía, Holland og Tyrkland.

Lesa meira
 

Algarve bikarinn 2018 - Ísland með Hollandi, Japan og Danmörku í riðli - 6.12.2017

Það er orðið ljóst með hverjum A landslið kvenna er með í riðli í Algarve bikarnum 2018. Mótherjar liðsins verða Holland, Japan og Danmörk, en mótið fer fram 28. febrúar - 7. mars.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í undakeppni U17 og U19 karla fyrir EM 2019 - 6.12.2017

Í dag var dregið í undankeppni EM 2019 í bæði U17 og U19 karla og var Ísland að sjálfsögðu á meðal liða.

Lesa meira
 

KSÍ auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri landslið karla - 5.12.2017

KSÍ auglýsir eftir þjálfara í fullt starf við þjálfun U16-U19 landslið karla.

Lesa meira
 

U18 karla og U19 karla - Æfingar fara fram 28.-29. desember - 5.12.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U18 landsliðs Íslands, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar dagana 28.-29. desember næstkomandi og fara æfingarnar fram í Egilshöll.

Lesa meira
 

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi er hafin að nýju - 4.12.2017

Miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi hófst að nýju þriðjudaginn 5. desember. Þar getur folk sótt um miða á staka leiki ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar. 

Lesa meira
 

Úrtakshópar fyrir U16 og U17 karla sem æfa í lok desember - 4.12.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 karla, hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar liðanna tveggja, en þær fara fram 27.-28. desember næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Egilshöll. 

Lesa meira
 

Tveir leikir gegn Indónesíu í janúar - 1.12.2017

KSÍ getur staðfest að A landslið karla leikur tvo leiki gegn Indónesíu í janúar næstkomandi og fara leikirnir fram 11. og 14. janúar. Leikirnir verða leiknir utan alþjóðlegra leikdaga FIFA.

Lesa meira
 

Ísland í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu - 1.12.2017

Dregið var í riðla fyrir HM 2018 í Rússlandi og verða Argentína, Króatía og Nígería mótherjar Íslands í riðlakeppninni. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Argentínu 16. júní í Moskvu.

Lesa meira
 

HM 2018 - Dregið í riðla í dag! - 1.12.2017

Það er komið að því. Í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018 og í fyrsta sinn verður Ísland á meðal liða, en drátturinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

KSÍ og auglýsingastofan Pipar/TBWA gera samstarfssamning um vörumerkjavöktun - 1.12.2017

KSÍ og auglýsingastofan Pipar\TBWA hafa gert með sér samstarfssamning um vörumerkjavöktun í aðdraganda HM í knattspyrnu 2018. Samningurinn felur í sér að PIPAR\TBWA gæti hagsmuna KSÍ og sinni vörumerkjavöktun fyrir knattspyrnusambandið.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög