Landslið

U17 karla - 2-0 sigur gegn Færeyjum í dag - 30.9.2017

U17 ára lið karla lék í dag annan leik sinn í undankeppni EM 2018. Mótherjar dagsins voru Færeyjar og unnu strákarnir 2-0 sigur. 

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar í október - 28.9.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla, hefur valið æfingahóp sem mun æfa í október. Er þetta liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2018, en liðið er með Búlgaríu, Englandi og Færeyjum í riðli. Riðillinn er leikinn í Búlgaríu dagana 8.-14. nóvember.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó - 28.9.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó í undankeppni HM 2018. Leikurinn gegn Tyrkjum fer fram í Eskisehir föstudaginn 6. október og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma en leikurinn gegn Kósóvó verður á Laugardalsvelli mánudaginn 9. október kl. 18:45.

Lesa meira
 

U17 karla - Markalaust jafntefli í fyrsta leik í undankeppni EM 2018 - 27.9.2017

U17 ára lið karla lék í dag sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2018, en þá mætti liðið Finnlandi en riðillinn er einmitt leikinn þar í landi. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Lesa meira
 

A karla - Ferðir í boði til Tyrklands með Vita og Úrval Útsýn - 27.9.2017

Ísland leikur næstsíðasta leik sinn í undankeppni HM 2018 föstudaginn 6. október. Mótherjar liðsins þá eru Tyrkland, en Vita og Úrval Útsýn bjóða upp á hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Fyrsti leikur í undankeppni EM 2018 í dag - Byrjunarliðið komið - 27.9.2017

U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 í dag þegar liðið mætir Finnlandi, en leikið er í Finnlandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00. 

Lesa meira
 

U21 karla - Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn fyrir leikina gegn Slóvakíu og Albaníu - 25.9.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Slóvakíu 5. október og Albaníu 10. október í riðlakeppni EM19, en báðir leikirnir fara fram ytra.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Kósóvó : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 19.9.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 21. september frá kl.12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

A kvenna - 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik í undankeppni HM 2019 - 18.9.2017

Ísland vann stórsigur á Færeyjum í kvöld, en leikurinn endaði 8-0 fyrir Ísland. Stelpurnar stjórnuðu leiknum frá upphafi og var aldrei spurning hvaða lið myndi enda sem sigurvegari í lok leiks.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Færeyjum - 18.9.2017

Freyr Alexandersson hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Færeyjum í dag. Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2019.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Tap fyrir Þjóðverjum í síðasta leik, 0-1 - 18.9.2017

U19 ára lið kvenna lék á mánudaginn síðasta leik sinn í undanriðli sínum fyrir EM 2018. Mótherjar liðsins í dag voru Þýskaland og tapaðist leikurinn 0-1.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði fyrir leik Íslands og Færeyja - 18.9.2017

Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Færeyjum í dag, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Undankeppni HM - Ísland mætir Færeyjum kl. 18:15 - Leikskrá - 18.9.2017

Ísland mætir Færeyjum í undankeppni HM 2019 í kvöld og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:15 og er frítt á völlinn.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og jafnframt í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í mótsleik hjá A landsliði kvenna.

Lesa meira
 

KSÍ styrkir söfnunarátak Á allra vörum - 15.9.2017

Leikmenn og þjálfarar A landsliðs kvenna fengu í dag varaglossa að gjöf frá KSÍ. Varaglossarnir eru frá Á allra vörum sem nú standa að söfnunarátaki áttunda sinn.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Kósóvó - 15.9.2017

Annar leikur Íslands í riðlakeppni EM er nú hafinn í Duisburg í Þýskalandi. Byrjunarlið Íslands í leiknum er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Lesa meira
 

A kvenna - Fyrsti leikur í undankeppni HM 2019 - 15.9.2017

A landslið kvenna spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2019, og sinn fyrsta síðan liðið lék á EM í sumar, mánudaginn 18. september. Mótherjar liðsins í þeim leik eru Færeyjar, en þær eru að taka þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn.

Lesa meira
 

U17 karla - Lokahópurinn fyrir EM í Finnlandi - 14.9.2017

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 ára landsliðs karla, hefur valið lokahópinn sem keppir í undankeppni EM í Finnlandi dagana 25. september til 4. október nk. Í hópnum eru 2 nýliðar.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 7 marka sigur í fyrsta leik - 12.9.2017

U19 ára landslið kvenna sigraði Svartfjallaland 7-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Riðill Íslands er spilaður í Duisburg í Þýskalandi.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Íslands og Kósóvó - 12.9.2017

Uppselt er á leik Íslands og Kósóvó sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 9. október, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Kósóvó hefst í dag - J, K og L hólf fara einnig í sölu - 11.9.2017

Miðasala á leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM hefst þriðjudaginn 12. september kl. 12:00 á hádegi á miði.is. Þess má geta að miðar í hólf J, K og L fara einnig í sölu til íslenskra stuðningsmanna og eru því fleiri miðar í boði á leikinn.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem mætir Aserbaijan - 8.9.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hóp sem leikur í Undankeppni Evrópumótsins í Aserbaijan um næstu mánaðamót.

Lesa meira
 

Ísland er með í FIFA 18 tölvuleiknum - 6.9.2017

Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá tugi þúsunda spilara sem að spila leikinn hér á landi og auðvitað hina fjölmörgu FIFA spilara um allan heim sem hafa hrifist af leik og árangri liðsins undanfarin misseri.

Lesa meira
 

A karla - Frábær 2-0 sigur á Úkraínu - 5.9.2017

Ísland vann í kvöld frábæran 2-0 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk liðsins, fyrra strax í byrjun fyrri hálfleiks og hið seinna á 66. mínútu. Með sigrunum er Ísland komið að nýju upp að hlið Króatíu í efsta sæti riðilsins með 16 stig.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 5.9.2017

Heimir Hallgrímsson hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Úkraínu í dag. Heimir gerir tvær breytingar á liðinu frá leiknum í Finnlandi á laugardaginn. Sverrir Ingi Ingason kemur í vörnina í stað Kára Árnasonar og Jón Daði Böðvarsson verður fremsti maður í stað Alfreðs Finnbogasonar.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland vann Wales 1-0 - 4.9.2017

U19 ára landslið karla mætti í dag Wales í æfingaleik, en liðin mættust einnig á laugardaginn síðasta og hafði Ísland þá 4-0 sigur. Ísland vann leikinn 1-0 og var það Ástbjörn Þórðarson sem skoraði mark liðsins.

Lesa meira
 

U21 karla - 2-3 tap í fyrsta leik gegn Albaníu - 4.9.2017

U21 árs landslið karla tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2019 í dag, 2-3 gegn Albaníu.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Úkraínu í dag - 4.9.2017

Ísland mætir í dag Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2018. Hefst leikurinn klukkan 18:45 og fer hann fram á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland mætir Wales í dag - 4.9.2017

U18 ára landslið karla mætir í dag Wales í æfingaleik, en liðið mætust einnig á laugardaginn síðasta og hafði Ísland þá 4-0 sigur. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og fer hann fram á Corbett Sport Stadium í Rhyl.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði (Fan Zone) við Laugardalsvöll fyrir leikinn gegn Úkraínu - 4.9.2017

Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Úkraínu 5. september, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 

A karla - Viðar Örn kallaður í hópinn - 3.9.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Viðar Örn Kjartansson inn í hópinn sem mætir Úkraínumönnum á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 5. september.  Viðar Örn kemur í hópinn í stað Rúriks Gíslasonar sem tekur út leikbann vegna brottvísunar í leiknum gegn Finnum. Lesa meira
 

A karla - Tap í Finnlandi - 2.9.2017

Íslenska landsliðið tapaði 1-0 í Finnlandi í undankeppni HM 2018. Eina mark leiksins kom á 8. mínútu en það var Alexander Ring sem skoraði beint úr aukaspyrnu. Íslenska liðið sótti stíft í leiknum og átti góð tækifæri til að jafna metin en inn vildi boltinn ekki.

Lesa meira
 

U19 karla - 4-0 sigur á Wales í dag - 2.9.2017

U19 ára landslið karla lék í dag æfingaleik við Wales, en leikið var á Corbett Sport Stadium í Rhyl. Leikurinn endaði með 4-0 sigri Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarlið Íslands gegn Finnum - 2.9.2017

Ísland leikur við Finnland klukkan 16:00 og er byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað:

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2019 - Byrjunarlið Íslands komið - 1.9.2017

U21 árs lið Íslands leikur sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2019 á morgun þegar liðið mætir Albaníu. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli mánudaginn 4. september og hefst hann klukkan 17:00.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Finnlandi á laugardag - 1.9.2017

A-landslið karla mætir Finnlandi á morgun, laugardaginn 2. september, í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram í Tampere í Finnlandi og hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ósóttir miðar afhentir á Passion í Tampere - 1.9.2017

Nokkuð er um ósóttar miðapantanir á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikið verður í Tampere á morgun, laugardaginn 2. september.  Stuðningsmenn Íslands ætla að hittast á veitingastaðnum Passion og þar geta þeir sem eiga eftir að sækja sína miða  nálgast þá á milli kl. 13 - 15. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög