Landslið

U17 karla - Æfingahópur vegna undirbúnings fyrir undankeppni Evrópumótsins - 31.8.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þátttöku á æfingum dagana 8.- og 9.september. Eru æfingarnar liður í undirbúningi fyrir undankeppni Evrópumótsins, en Ísland mun leika í Finnlandi.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM - 29.8.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, mánudaginn 18. september kl. 18:15 en þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM í Frakklandi 2019.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið er mætt til Finnlands - 28.8.2017

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Finnlands og dvelja næstu daga í Helsinki þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018.

Lesa meira
 

A karla - Ósóttir miða á leikinn gegn Finnlandi - 28.8.2017

KSÍ vill benda miðakaupendum að enn eru ósóttir miðar fyrir leikinn gegn Finnlandi á skrifstofu KSÍ. Síðasti dagur til að sækja þá er á morgun, þriðjudaginn 29. ágúst.

Lesa meira
 

U-18 karla - Ísland endaði í 4. sæti á móti í Tékklandi - 28.8.2017

U-18 ára landslið karla tók í síðustu viku þátt í átta liða móti í Tékklandi þar sem það var í riðli með Tékklandi, Slóvakíu og Úkraínu. Ísland endaði mótið í 4. sæti, eftir tap fyrir Bandaríkjunum í leik um 3.-4. sæti.

Lesa meira
 

A karla – Hópurinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu - 25.8.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018. Leikurinn gegn Finnum fer fram í Tampere laugardaginn 2. september og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en leikurinn gegn Úkraínu verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 5. september kl. 18:45.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni Evrópumótsins - 24.8.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í undankeppni Evrópumótsins sem leikinn verður í Þýskalandi 10.-19. september næstkomandi.

Lesa meira
 

U18 karla - Góður sigur á Slóvökum - 23.8.2017

Strákarnir í U18 lögðu Slóvaka í öðrum leik sínum á Tékklandsmótinu og urðu lokatölur 3 - 0 eftir að íslenska liðið hafði leitt með tveimur mörkum í leikhléi.  Dagur Dan Þórhallsson skoraði 2 mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik og Ágúst Hlynsson bætti við þriðja markinu undir lok leiksins. Lesa meira
 

Ósóttir miðar á Finnland - Ísland - 23.8.2017

Enn er nokkuð af miðum sem bíða afhendingar á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikurinn fer fram í Tampere, laugardaginn 2. september.  Þeir sem keyptu miðana í gegnum miðasölukerfi hja midi.is þurfa að sækja miðana á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli á milli 08:30 og 16:00. Lesa meira
 

Leikið gegn Tyrklandi á Eskişehir Yeni Stadyumu - 23.8.2017

Ísland leikur gegn Tyrklandi föstudaginn 6. október í undankeppni HM 2018. Tyrkir hafa nú staðfest hvar leikurinn fer fram, en hann verður á Eskişehir Yeni Stadyumu í Eskisehir.

Lesa meira
 

U18 karla - Tap í fyrsta leik gegn heimamönnum - 22.8.2017

Strákarnir í U18 töpuðu fyrsta leik sínum á Tékklandsmótinu í dag en leikið var gegn heimamönnum.  Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Tékka en það er skammt stórra högga á milli því að strákarnir eru aftur á ferðinni í fyrramálið þegar leikið verður gegn Slóvakíu.  Sá leikur hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Albaníu 4. september - 22.8.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Albaníu í riðlakeppni EM19 á Vikingsvelli 4. september.

Lesa meira
 

U18 karla - Ísland hefur leik í Tékklandi í dag - Byrjunarlið Íslands - 22.8.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs karla, hefur valið landsliðshóp sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Tékklandi síðar í þessum mánuði.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Úkraína : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 21.8.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 24. ágúst frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - hópur valinn fyrir leiki gegn Wales - 18.8.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttuleiki við Wales 2. og 4. september næstkomandi.

Lesa meira
 

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu - 16.8.2017

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst - 14.8.2017

Miðasala á leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Lesa meira
 

HM 2018 - Miðar á leik Íslands og Finnlands - 10.8.2017

Miðar sem keyptir voru á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 eru á leiðinni til landsins og mun afhending þeirra hefjast á þriðjudaginn næstkomandi, 15. ágúst.

Lesa meira
 

U16 karla - Noregur Norðurlandameistari - 5.8.2017

Noregur varð í dag Norðurlandameistari U16 karla eftir 4-1 sigur á Danmörku í úrslitaleik mótsins, en leikið var á Floridana-vellinum. Ísland lék um 5.-6. sætið gegn Finnlandi á Alvogen-vellinum og endaði sá leikur 2-2, en Finnar unnu síðan í vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland tapaði fyrir Póllandi í dag - 3.8.2017

Ísland tapaði í dag 1-2 fyrir Póllandi í þriðja, og síðasta, leik riðlakeppninnar á opna Norðurlandamótinu en leikið var á Nesfisk-vellinum í Garði. Ísland endaði því í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Póllandi, en Noregur vann Norður Írland 3-2 í dag.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland mætir Póllandi á Nesfisk-vellinum í dag - 3.8.2017

Þriðji, og síðasti, leikur strákanna okkar á Norðurlandamóti U16 ára landsliða fer fram á Nesfisk-vellinum í Garði í dag og hefst hann klukkan 16:00. Ísland mætir þá Póllandi, en með sigri mun Ísland spila úrslitaleik mótsins á laugardaginn.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland gerði jafntefli við Noreg - 1.8.2017

Opna Norðurlandamót U17 drengja hélt áfram í dag þegar 2. umferð riðlakeppninnar var leikin. Mótið fer fram hér á landi á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Lesa meira
 

U16 karla – Ísland mætir Noregi í dag á Vogabæjarvelli - 1.8.2017

Annar leikur strákanna okkar á opna Norðurlandamóti U16 ára landsliða karla fer fram á Vogabæjarvelli í dag og hefst hann kl. 16:00. Ísland mætir þá Noregi en bæði liðin unnu fyrsta leik sinn í riðlinum sem fram fór á föstudag.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög